„Ekki traustvekjandi tillaga“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

 „Mér finnst þessi tillaga meirihluta nefndarinnar ekki vera traustvekjandi,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að Alþingi megi ekki ákæra menn nema að það hafi trú á að ákærurnar leiði til sakfellingar.

„Til þess að ákæra þurfa menn að hafa sannfæringu um að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að hér hafi að ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi verið framinn refsiverður verknaður. Ég hef verið þeirrar skoðunar að viðkomandi ráðherrar hafi ekki framið saknæman verknað og ég styrkist í þeirri trú minni þegar ég sé ákæruskjalið.“

Bjarni segist hafa fjölmargt við tillögu meirihluta nefndarinnar að athuga.  „Mér sýnist að hér sé í fæðingu fyrsta ákæran sem gefin er út án þess að sakamálarannsókn hafi farið fram. Þingmannanefndin hefur enga rannsókn framkvæmd, en tekur t.d. það undarlega skref að bæta ráðherra á ákæruskjalið sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi ekki að hefði sýnt af sér vanrækslu. Þessi ráðherra hafði ekki að mati rannsóknarnefndarinnar sýnt af sér vanrækslu eða mistök, en þingmannanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að viðkomandi hafi ekki bara sýnt af sér vanrækslu heldur af ásetningu eða stórkostlegu hirðuleysi gert mistök,“ sagði Bjarni.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu um skýrslu þingmannanefndarinnar í dag.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu um skýrslu þingmannanefndarinnar í dag. mbl/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert