Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að vegna framkvæmda þarf að gæta sérstakrar varúðar á vegum landsins og virða merkingar um hámarkshraða.
Verið er að gera hringtorg á Reykjanesbraut við Grænás. Umferð er beint um á hjáleið fram hjá vinnusvæðinu.
Unnið er að tvöföldun Hringvegar (1) í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi.
Nokkuð víða er unnið að vegavinnu og yfirlögnum á slitlagi, með
tilheyrandi lausamöl og steinkasti. Vegfarendur eru eindregið beðnir að
aka varlega um vinnusvæðin og virða merkingar um hámarkshraða.