Sanddæluskipið Perla var væntanlegt að Landeyjahöfn nú í morgun. Skipið lagði úr höfn í Reykjavík um klukkan 15.00 í gær. Óttar Jónsson, skipstjóri, áætlaði að siglingin tæki um 16 klukkustundir.
Samkvæmt veður- og ölduspám í gær var ágætis útlit fyrir dýpkunarstörf við Landeyjahöfn. Óttar sagði að spáð væri vestanátt og yrði hún ekki mjög hvöss gæti orðið mögulegt að eiga við þetta. „Ef það verður gott veður og við getum verið að ættum við að verða búnir að opna þetta þannig að Herjólfur geti byrjað að ganga á sunnudag eða mánudag,“ sagði Óttar í Morgunblaðinu í dag.