Nefndin hittist aftur í dag

Alþingi kemur saman til fundar í dag þar sem skýrslu …
Alþingi kemur saman til fundar í dag þar sem skýrslu þingmannanefndarinnar verður dreift. Heiðar Kristjánsson

Þingmannanefnd sem er að fara yfir rannsóknarskýrslu Alþingi mun koma saman í dag um hádegisbil til að leggja lokahönd á vinnu sína. Þetta verður væntanlega síðasti fundur nefndarinnar, en skýrslu nefndarinnar verður dreift á Alþingi kl. 17 í dag.

Nefndin fundaði fram eftir kvöldi í gær, en nefndin hefur haldið yfir 50 formlega fundi síðan hún var skipuð.

Þingflokkar koma saman til fundar kl. 15 þar sem þeim verður kynnt munnlega niðurstaða nefndarinnar. Skýrslan verður síðan gerð opinber kl. 17. Þá kemur í ljós hvort þingsályktunartillaga um að Landsdómur komi saman verður lögð fram, en slík tillaga myndi fela í sér að ráðherrar verði kærðir vegna lögbrota. Landsdómur hefur aldrei komið saman þó að ákvæði um hann hafi verið að finna í lögum frá árinu 1905.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert