Reykjanesbær skuldar 43 milljarða

Mörg sveitarfélög fá falleinkunn vegna skuldastöðu.
Mörg sveitarfélög fá falleinkunn vegna skuldastöðu. mbl.is

Skuldastaða Reykjanesbæjar er slík að óhjákvæmilegt er að grípa til umfangsmikilla aðgerða ef ekki á að koma til gjaldþrots sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið skuldaði í lok síðasta árs um 43 milljarða króna. Rekstrarafgangur A- og B-hluta bæjarsjóðs í fyrra var rúmir 6 milljarðar en hefði verið neikvæður ef ekki hefði komið til einskiptishagnaður af sölu hlutabréfa, sem skilaði ríflega 10 milljörðum. Heildarfjármagnsgjöld námu yfir 4 milljörðum, að því er fram kemur í umfjöllun um fjármál sveitarfélaga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert