Segja Björgvin hafa verið leyndan upplýsingum

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í þing­manna­nefnd, sem fjallaði um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, segja að Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, hafi ekki haft und­ir hönd­um upp­lýs­ing­ar, sem gerðu hon­um kleift að leggja mat á ástand fjár­mála­kerf­is­ins árið 2008 áður en það hrundi. Því eigi ekki að ákæra hann fyr­ir sak­næma van­rækslu á starfs­skyld­um sín­um.

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru sam­mála meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar um að ákæra eigi þau Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Ingi­björgu Sól­rúnu Gíslas­dótt­ur, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og Árna M. Mat­hiesen, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra.

En í rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de hafi odd­vit­ar stjórn­ar­flokk­anna tveggja, Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar, farið inn á valdsvið annarra ráðherra, stýrt miðlun upp­lýs­inga og haft verk­stjórn og verka­skipt­ingu með hönd­um. Þannig hafi sam­skipti um efna­hags­mál og mál­efni ís­lensku bank­anna verið tak­mörkuð við hóp þriggja ráðherra, for­sæt­is­ráðherra, fjár­málaráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra.

Af þess­ari skip­an hafi leitt, að ekki var sam­ræmi á milli lög­boðins valds og raun­veru­legs valds viðskiptaráðherra. Að auki hafi Björg­vin,   sem fór með mál­efni bank­anna, ekki tekið þátt í fundi með Davíð Ods­son, þáver­andi formaður banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands, átti í fe­brú­ar 2008 með Geir og Ingi­björgu þar sem Davíð   dró upp veru­lega dökka mynd af stöðu bank­anna.

Þá hafi Björg­vin ekki held­ur fengið upp­lýs­ing­ar um út­streymi af Ices­a­ve-reikn­ing­um í Bretlandi í lok mars sama ár og ekki  um skýrslu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins frá 14. apríl þar sem sett­ar voru fram til­lög­ur um aðgerðir til að minnka banka­kerfið. 

Þá hafi Björvin ekki vitað um komu er­lends sér­fræðings, Andrews Gracie, á veg­um Seðlabanka Íslands, en Gracie taldi inn­grip stjórn­valda nauðsyn­legt til draga úr stærð banka­kerf­is­ins. Þess­ar og aðrar upp­lýs­ing­ar frá Gracie voru kynnt­ar sam­ráðshópi um fjár­mála­stöðug­leika og for­sæt­is­ráðherra með bein­um hætti án þess að þær bær­ust Björg­vin.

Einnig hafi Björvin ekki verið viðstadd­ur sex fundi um efna­hags­mál og mál­efni bank­anna sem nefnd­ir séu í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is og aðrir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sátu ásamt full­trú­um Seðlabanka Íslands. Loks megi þess geta að Björg­vin hafi hvorki vitað af sam­tali for­manns banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands við banka­stjóra Seðlabanka Evr­ópu né Seðlabanka Bret­lands þar sem fram kom að er­lend­ir banka­stjór­ar höfðu áhyggj­ur af al­var­legri stöðu ís­lenska banka­kerf­is­ins.

„Útil­ok­un viðskiptaráðherr­ans náði há­marki þegar ut­an­rík­is­ráðherra ákvað að hon­um yrðu ekki kynnt­ar aðgerðir rík­is­valds­ins vegna lána­beiðni Glitn­is banka sunnu­dag­inn 28. sept­em­ber 2008. Áhrifa­leysi viðskiptaráðherra krist­all­ast í því að 12. ág­úst lagði hann fram minn­is­blað fyr­ir rík­is­stjórn sem inni­hélt til­lög­ur um að efla stöðug­leika fjár­mála­kerf­is­ins. Til­laga þessi var ekki af­greidd í rík­is­stjórn. Hið sama hafði verið uppi á ten­ingn­um þegar viðskiptaráðherra kynnti odd­vit­um stjórn­ar­flokk­anna drög að frum­varpi til breyt­inga á lög­um um Trygg­ing­ar­sjóð inn­stæðueig­enda og fjár­festa snemma árs 2008," seg­ir í grein­ar­gerð með til­lögu þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert