Sér fyrir enda flöskuhálsa við Hörpuna

Flöskuhálsum verður senn rutt úr vegi.
Flöskuhálsum verður senn rutt úr vegi. mbl.is/Árni Sæberg

Flöskuhálsar við Kalkofnsveg hafa verið daglegir viðburðir í sumar vegna framkvæmda sem staðið hafa yfir í tengslum við byggingu nýja tónlistarhússins Hörpunnar.

Til stóð að framkvæmdum væri lokið en þær hafa dregist aðeins.

Friðgeir Indriðason, verkefnastjóri hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, segir að ástæðan fyrir því að ekki hafi tekist að klára framkvæmdirnar enn sem komið er sé að vinna við tónlistarhúsið sé einfaldlega ekki komin nógu langt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert