Skýrslan kynnt í þingflokkum

Þingflokkur Samfylkingarinnar fjallar um skýrsluna.
Þingflokkur Samfylkingarinnar fjallar um skýrsluna. mbl/Ómar

Þingflokkar sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar kl. 15. Á fundinum er niðurstaða þingmannanefndarinnar, sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis, kynnt fyrir þingmönnum. Ekki mun vera full samstaða í nefndinni um hvort ákæra eigi fyrrverandi ráðherra.

Skýrslan sjálf verður gerð opinber kl. 17. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, ætlar ekki að tjá sig um niðurstöðuna fyrr en skýrslan verður tekin til umræðu á Alþingi á mánudag.

Níu þingmenn sitja í nefndinni, Atli Gíslason, Birgitta Jónsdóttir, Eygló Harðardóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Ef lögð verður fram þingsályktunartillaga um að fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir verður hún rædd næstu daga. Samkvæmt  starfsáætlun Alþingis á að gera hlé á fundum Alþingis 15. september. Þing kemur síðan aftur saman 1. október en þá verður fjárlagafrumvarpið lagt fram.

Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman kl. 15.
Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman kl. 15. mbl/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert