Alþingi kemur saman kl. 10:30 á mánudag. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins, skýrsla þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis.
Á fundinum mun Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, gera grein fyrir afstöðu nefndarinnar sem og aðrir sem sátu þingmenn sem sátu í henni. Reiknað er með að skýrslan og þær tillögur sem lagðar hafa verið fram um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum verði ræddar á Alþingi næstu daga.
Samkvæmt starfsáætlun þingsins á að gera hlé á fundum þess 15. september. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í dag að hún teldi þrjá daga of skamman tíma til að komast að niðurstöðu um hvort ákæra ætti ráðherrana.