Gangnamaðurinn sem leitað hefur verið að í dag er kominn fram heill á húfi. Hann gekk niður að bænum Ketu á Skaga og er talið að hann hafi gengið um 20 km. Maðurinn fannst um kl. 22. Hann er ómeiddur en nokkuð hrakinn og kaldur eftir langa göngu í slæmu veðri.
Um 50 björgunarsveitarmenn leituðu að manninum í dag. Búið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, leitarhunda og setja björgunarsveitir á Vesturlandi í viðbragðsstöðu.
Maðurinn, sem var rúmlega fertugur, var með hest sinn í taumi þegar hann kom fram á bænum Ketu, sem er við norðvestanverðan Skagafjörð. Leitarmenn sem rætt var við í kvöld telja það mikið þrekvirki af manninum að hafa gengi alla þessa leið.
Sumir af þeim sem voru með manninum í fjárleitinni í dag fór aftur upp á Skaga til að leita að manninum eftir að hafa komið fénu í girðingu.