Eimskip, sem rekur Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að nú sé ljóst að að dýpkun Landeyjahafnar muni taka lengri tíma en upphaflega var áætlað. Því mun Herjólfur sigla áfram til Þorlákshafnar næstu daga.
Dýpkunarskipið Perlan vinnur núna við dýpkun Landeyjarhafnar. Ljóst er að meiri sandur er í rifi sem lokar höfninni erbúist var við. Veður hefur einnig áhrif á hversu langan tíma tekur að dæla sandinum úr innsiglingunni.