Málið í höndum Alþingis

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Friðrik Tryggvason

 Björgvin G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að það sé nú í höndum Alþingis að afgreiða tillögur sem liggja fyrir þinginu í framhaldi af niðurstöðu þingmannanefndarinnar. Hann muni ekki reyna að hafa áhrif á störf þingsins.

Yfirlýsing Björgvins er stutt: „Nú liggja fyrir niðurstöður nefndar þeirrar, sem Alþingi skipaði til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Málið er nú í höndum Alþingis, sem kveður upp úr um lokaniðurstöðu.

Ég hef áður sagt að ég muni ekkert gera sem geti truflað störf þingsins í þessu mikilvæga máli.

Sú yfirlýsing stendur og því mun ég ekki tjá mig um málið opinberlega fyrr en þingið hefur lokið afgreiðslu málsins.“

Meirihluti þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis lagði til að Björgvin og þrír aðrir ráðherrar yrðu ákærðir og dregnir fyrir Landsdóm. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni vildu ekki að Björgvin yrði ákærður og færðu m.a. þau rök fyrir þeirri afstöðu að Björgvin hefði ekki verið leyndur upplýsingum í aðdraganda hrunsins. Það hafi því ekki verið samræmi milli lögbundins valds og raunverulegs valds ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert