„Röng niðurstaða“

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Geir H. Haar­de fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna ákvörðunar meiri­hluta þing­manna­nefnd­ar að leggja til við Alþingi að hann verði ákærður fyr­ir lands­dómi vegna mistaka í starfi. Geir seg­ir niður­stöðuna valda sér von­brigðum og hann telji hana ranga.

„Niðurstaða meiri­hluta þing­manna­nefnd­ar, sem fjallað hef­ur um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, um ákær­ur á hend­ur fyrr­ver­andi ráðherr­um, veld­ur mér mikl­um von­brigðum. Ég tel að meiri­hlut­inn hafi kom­ist að rangri niður­stöðu. Komi til þess að Alþingi samþykkti til­lögu um að stefna mér fyr­ir lands­dóm verður það þung­bær reynsla en sá sem hef­ur hrein­an skjöld er ekki hrædd­ur við að fá úr­lausn sinna mála fyr­ir óháðum og óvil­höll­um dóm­stóli eins og lands­dómi er ætlað að vera.

Ég hef gert grein fyr­ir minni hlið þess­ara mála í tveim­ur ít­ar­leg­um grein­ar­gerðum, til rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is og til þing­manna­nefnd­ar­inn­ar, sem báðar liggja fyr­ir op­in­ber­lega. Niðurstaða þeirra þing­manna er mynda meiri­hluta í nefnd­inni er eigi að síður sú að meiri lík­ur séu á að ég verði sak­felld­ur fyr­ir brot á lög­um en sýknaður. Ella hefðu þeir alþing­is­menn sem skipa meiri­hlut­ann ekki haft leyfi til að leggja til við Alþingi að það samþykki ákæru því slíkt væri ekki í sam­ræmi við ís­lensk­ar og alþjóðleg­ar réttar­fars- og mann­rétt­inda­regl­ur.

Ég hef á löng­um stjórn­mála­ferli og í þau ell­efu ár sem ég sat sam­fellt í rík­is­stjórn æv­in­lega reynt að sinna störf­um mín­um heiðarlega, af sam­visku­semi og eft­ir bestu getu í sam­ræmi við þá leiðsögn sem ég hafði úr æsku. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að nafn mitt yrði nokk­urn tíma nefnt í sömu andrá og lands­dóm­ur eða að ég kynni að verða sakaður um að van­rækja störf mín þannig að varðaði við lög um ráðherra­ábyrgð. Það eitt er mikið áfall.

Allt árið 2008 voru mál er vörðuðu stöðu viðskipta­bank­anna, hvort og hvernig tak­ast mætti að koma í veg fyr­ir að þeir yrðu hinni alþjóðlegu fjár­málakreppu að bráð, mitt aðalviðfangs­efni. Þessi vinna stóð sleitu­laust af minni hálfu, annarra ráðherra sem að mál­um komu, emb­ætt­is­manna og þeirra stofn­ana sem í hlut áttu. Ég vissi ekki hversu mjög bank­arn­ir höfðu verið veikt­ir inn­an frá. Það kom ekki í ljós fyrr en eft­ir ít­ar­lega rann­sókn rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

All­ar ráðagerðir um að bjarga bönk­un­um mis­heppnuðust. Það var reiðarslag fyr­ir mig eins og lands­menn alla. Ég stend við þá sann­fær­ingu mína að embætt­is­færsla mín sem for­sæt­is­ráðhera hafi ekki valdið banka­hrun­inu og það hafi hvorki verið á mínu færi né annarra ráðherra að koma í veg fyr­ir það á ár­inu 2008 eins og mál­um var háttað. Held­ur ekki þeirra tveggja áhrifa­miklu ráðherra, sem sátu í minni rík­is­stjórn, og sitja í æðstu valda­stól­um í nú­ver­andi rík­is­stjórn, en hafa af ein­hverj­um ástæðum verið und­anþegn­ir um­fjöll­un þing­manna­nefnd­ar­inn­ar.

Fyr­ir Alþingi ligg­ur nú að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi mig og höfða mál til refs­ing­ar fyr­ir lands­dómi vegna starfa minna sem for­sæt­is­ráðherra á um­ræddu tíma­bili. Ábyrgð þing­manna er mik­il þegar kem­ur að því að beita ákæru­valdi í fyrsta sinn í sög­unni, eins og nú hef­ur verið lagt til. Verði sak­born­ing­ar sýknaðir mun það verða mik­ill áfell­is­dóm­ur yfir störf­um þing­manna­nefnd­ar­inn­ar og þings­ins. Þeir þing­menn sem samþykkja ákær­una verða að vera reiðubún­ir að horf­ast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl koma til graf­ar.

Ég hyggst ekki tjá mig frek­ar um þessi mál op­in­ber­lega þar til í rétt­ar­sal­inn er komið ef Alþingi ákveður að stefna mér þangað.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka