50 manna sameiginleg framboð í Heimdall

Framboðshópur Hlyns Jónssonar til stjórnarsetu í Heimdalli.
Framboðshópur Hlyns Jónssonar til stjórnarsetu í Heimdalli.

Tæplega 50 manna hópur ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa sameiginlega kost á sér til ábyrgðarstarfa í Heimdalli.Í tilkynningu frá hópnum segir að hugsjónir um frelsi einstaklingsins séu leiðarljós framboðsins auk þess sem barist verði fyrir hagsmunum ungs fólks.

Tólf manns sitja í stjórn Heimdalls, en hópurinn ráðgerir að sögn einnig að nýta heimild í 5. gr. laga Heimdallar til að stofna sex deildir, sem skipaðar verða fimm til sjö manna stjórn hver. Markmiðið með þessu er að opna og virkja starfa Heimdallar, sem hefur ekki verið nægjanlega öflugt síðastaliðin ár að mati hópsins.

Hlynur Jónsson, laganemi við HR, gefur kost á sér sem formaður fyrir hönd hópsins og Magnús Júlíusson, verkfræðinemi og formaður stúdentafélagsins í HR, gefur kost á sér sem varaformaður. Auk þeirra munu gefa kost á sér til stjórnar: Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir laganemi við HR, Anna Margrét Steingrímsdóttir nemi við MR, Anton Egilsson nemi við VÍ, Bjarni Helgason verkfræðinemi við HÍ, Egill Ásbjarnarson nemi við VÍ, Henrik Biering viðskiptafræðinemi við HÍ, Ingimar Tómas Ragnarsson nemi við MR, Karl Sigurðsson fyrrverandi formaður nemendafélagsins í MS, Laufey Rún Ketilsdóttir laganemi við HÍ og  Rúna Helgadóttir nemi við Kvennaskólann.

Aðrir frambjóðendur hópsins eru eftirfarandi:

Í funda- og menningardeild verða Björn Jón Bragason sagnfræðingur (formaður), Björn Atli Axelsson verkfræðinemi við HR, Einar Örn Hannesson verkfræðinemi við HR, Hrólfur Andri Tómasson verkfræðinemi við HÍ og Óttar Hrafn Kjartansson nemi við Kvennaskólann.

Í kynningadeild verða Sigríður Erla Sturludóttir nemi við VÍ (formaður), Erna Jóna Guðmundsdóttir sálfræðinemi við HÍ, Fjóla Rut Héðinsdóttir stjórnmálafræðinemi við HÍ, Jón Davíð Davíðsson viðskiptafræðinemi við HR og Snævar Sölvi Sölvason starfsmaður Seðlabankans.

Í markaðsdeild verða Harpa Baldursdóttir verkfræðinemi við HR (formaður), Arna Björt Bragadóttir nemi við MR, Ágúst Örn Ágústsson nemi við MS, Jóhann Tómas Guðmundsson verkfræðinemi við HR, Rebekka Guðmundsdóttir nemi við VÍ, Birgitta Líf Björnsdóttir nemi við VÍ og Heiðdís Ósk Pétursdóttir nemi við VÍ.

Í skemmtideild verða Kári Tristan Helgason nemi við VÍ (formaður), Andri Steinn Hilmarsson, nemi við MS, Halldór Snær Kristjánsson nemi við VÍ, Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir nemi við MR, Kristján Hafþórsson tónlistarmaður og nemi við FÁ og Sindri Ástmarsson útvarpsmaður á Flass.

Í útgáfudeild verða Stefán Gunnar Sveinsson doktorsnemi við LSE (formaður), Auðbergur Daníel Hálfdánarson viðskiptafræðinemi við HR, Elí Úlfarsson nemi við VÍ, Karl Njálsson verkfræðinemi HÍ og Sverrir Eðvald Jónsson nemi við MR.

Í vefdeild verða Hilmar Freyr Kristinsson nemi við MS (formaður), Árni Freyr Magnússon nemi við MS, Ingi Björn Grétarsson nemi við MS, Styrkár Hallsson nemi við MH og Svanborg María Guðmundsdóttir nemi við Kvennaskólann."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert