Atvinnuleysi 7,3% í ágúst

Skráð atvinnuleysi í ágúst 2010 var 7,3% en að meðaltali 12.096 manns voru atvinnulausir í ágúst. Í júlí mældist atvinnuleysi 7,5% og svarar þróunin milli mánaða til þess að atvinnulausum hafi fækkað um 473 manns að meðaltali.  

Vinnumálastofnun segir, að yfirleitt batni atvinnuástandið frá ágúst til  september m.a. vegna árstíðasveiflu. Í september 2009 var atvinnuleysi 7,2% og minnkaði úr 7,7% í júlí. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í
september minnki og verði á bilinu 6,9%‐7,3%.

Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 45 manns var sagt upp störfum. Alls fengu 36 launamenn greitt úr Ábyrgðarsjóði launa í ágúst, þar af 22 starfandi í verslun og  flutningastarfsemi.

Skýrsla Vinnumálastofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert