Auka verður sjálfstæði þingsins

Atli Gíslason á Alþingi í dag.
Atli Gíslason á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Meginniðurstaða okkar er að það verði að auka sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu og auka fagmennsku og undirbúning löggjafns,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Hann segir að þetta hljómi sem gamalkunnugt stef en nú megi það ekki lengur hljóma sem stef, heldur verði að komast til framkvæmda.

„Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma.“

Atli segir að nefndin vilji að Alþingi taki starfshætti sína til endurskoðunar. „Og við segjum það að við viljum ekki að Alþingi sé verkfæri í höndum framkvæmdavaldsins,“ segir Atli og bætir við að það séu kannski stór orð sem beri að meta.

Atli segir nefndina jafnframt fallast á niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í öllum meginatriðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka