Börnin laus í aftursætinu

Karlmaður á fertugsaldri var stöðvaður við akstur á Reykjanesbraut, sunnan Hafnarfjarðar, um helgina. Segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, að í aftursæti bílsins hafi verið tvö börn, 3 og 11 ára, en hvorugt þeirra var með tilskyldan öryggisbúnað.

Lögreglan segir, að fátt  hafi verið um svör þegar spurt var um það hvers vegna  eldra barnið væri ekki í bílbelti og því yngra leyft að liggja og sofa í aftursætinu í stað þess að vera tryggilega fest í barnabílstól.

Ökumaðurinn má búast við sekt en upplýsingar um málið verða jafnframt sendar barnaverndaryfirvöldum.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert