Haglél í borginni

Allt var hvítt í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegið.
Allt var hvítt í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegið. mbl.is/Eggert

Mörgum borgarbúum brá eflaust í brún þegar það gerði haglél um stund í Reykjavík. Að sögn Veðurstofu Íslands er mjög kalt og óstöðugt loft í háloftunum og liggur skúrabelti yfir landinu suðvestanverðu.

Veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir í samtali við mbl.is að kröftug haglél geti jafnvel komið um mitt sumar. Skúrum hafi verið spáð í dag og það sé ávallt spurning hvort ofankoman nái að þiðna á leiðinni til jarðar.

Veðurstofan segir að þetta muni nú ganga yfir og það muni snúast í norðanátt með kólnandi veðri. Það verði hvöss norðanátt næstu daga með rigningu fyrir norðan. Mjög kalt verði á landinu og slydda til fjalla.

Veðurstofan segir að það sé gott að landsmenn fari að taka inn húsgögn og aðra muni sem hafa verið geymdir utandyra í sumar, enda verði mjög hvasst á landinu á næstu dögum.

Mikið haglél gerði í miðbænum í dag.
Mikið haglél gerði í miðbænum í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert