Lék á fiðlu við stýrið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk nýlega tilkynningu um ökumann sem væri að  leika á fiðlu undir stýri á bíl. Segir lögreglan að þetta hafi reynst á rökum reist en viðkomandi, karlmaður á þrítugsaldri, var stöðvaður á þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarinnar.

Maðurinn sagðist raunar ekki hafa verið að spila á fiðluna heldur sveiflað henni með annarri hendi því hin höndin hefði ávallt verið á stýrinu.

Maðurinn fékk að halda för sinni áfram með fiðluna, þó ekki í bílnum sem reyndist vera ótryggður og var dreginn með kranabíl á brott.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert