Útilokar ekki samstöðu um rannsókn

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í bréfi til trúnaðarmanna flokksins, að hann útiloki ekki að samstaða geti tekist milli stjórnmálaflokkanna um grundvöll sérstakrar rannsóknar á einkavæðingu bankanna á sínum tíma. 

Bjarni segir í bréfinu, að nokkuð hafi verið rætt um þá niðurstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þingmannanefnd um að ekki væri tilefni til sérstakrar rannsóknar á einkavæðingu bankanna til viðbótar við þá athugun sem Ríkisendurskoðun hafi þegar framkvæmt.

Tillaga kom fram í nefndinni um slíka rannsókn. Var sú tillaga lögð fram af tveimur fulltrúum Samfylkingar, fulltrúar VG og fulltrúa Hreyfignarinnar  en fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru því andvígir.

Bjarni segir í bréfinu, að þessi niðurstaða í þingmannanefndinni útiloki þó ekki að samstaða geti tekist milli flokkanna um grundvöll slíkrar rannsóknar sem næði þá til fleiri þátta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert