Skúr við gamla flugturinn rifinn

Eins og sést er gamli flugturninn orðinn hrörlegur.
Eins og sést er gamli flugturninn orðinn hrörlegur. mynd/Eggert Norðdahl

Skúr, sem stóð við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli, var rifinn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða viðbyggingu, sem var að hruni komin og talin hættuleg. Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti fyrr á þessu ári ósk Isavia um að fá að rífa skúrinn.

Við sama tækifæri beindi Byggingarfulltrúi beinir þeim tilmælum til Isavia að suðurhlið gamla flugturnsins verði klædd til dæmis með bárujárni til verndar byggingunni og jafnframt að hresst verði upp á útlit hússins, til dæmis með málningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert