Tafir hafa stórskaðað atvinnuuppbyggingu

Horft yfir Reykjanesbæ.
Horft yfir Reykjanesbæ.

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum um helgina var skorað áa stjórnvöld að Tryggja eðlilegan framgang atvinnuuppbyggingar á
Suðurnesjum.

„Tafir á afgreiðslu raflínulagna, virkjanaleyfa, skattabreytinga vegna gagnavera, leyfa til nýtingar skurðstofa og fyrirgreiðslu við hafnarframkvæmdir eru alvarleg dæmi sem hafa stórskaðað uppbyggingu Suðurnesjamanna," segir m.a. í ályktuninni.

Þá segir, að þau atvinnutækifæri, sem unnið hafi verið að á undanförnum árum á Suðurnesjum s.s. álver, kísilver, gagnaver, ECA flugverkefni, einkasjúkrahús, Fisktækniskóli og skólasamfélagið Keilir, geti skapað þúsundir starfa á næstu mánuðum og stórbætt efnahag þjóðarinnar allrar um leið og staða íbúa og sveitarfélaga á Suðurnesjum gjörbreytist til hins betra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert