Uppfylla ekki saknæmisskilyrði

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að ein­hug­ur ríki meðal þing­flokks sjálf­stæðis­flokks­ins um að standa ekki að ákær­um gegn ráðherr­um úr rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de. Að þeirra mati sé sak­næm­is­skil­yrði laga um ásetn­ing eða stór­fellt hirðuleysi séu ekki upp­fyllt.

Þetta kem­ur fram í bréfi sem Bjarni sendi til trúnaðarmanna Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Barni seg­ir mik­il­vægt að fylgja þeirri meg­in­reglu ís­lensks réttar­fars að ekki skuli sak­sækja menn nema meiri lík­ur en minni séu á sak­fell­ingu. Að öðrum kosti feti menn sig inn á slóðir póli­tískra rétt­ar­halda með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um fyr­ir stjórn­mála­lífið, réttar­farið og þjóðlífið um langa framtíð.

Því miður hafi borið á þeim óá­byrga mál­flutn­ingi að minnsti vafi um sekt eigi að leiða til ákæru. Eigi slík sjón­ar­mið að ráða för sé vegið að grunnstoðum rétt­ar­rík­is­ins að mati Bjarna.

„Fram­far­ir í þjóðfé­lag­inu munu á næstu árum að veru­legu leyti ráðast af því hversu sam­hent þjóðin verður í viðreisn­ar­starf­inu. Sem rík­ust sátt þarf að nást um megin­á­hersl­ur. Grunn­ur að slíkri sátt verður ekki lagður með ákær­um gegn þeim sem af heil­ind­um störfuðu að því að verja hags­muni heild­ar­inn­ar," seg­ir Bjarni í bréf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert