Von er á talsverðri hækkun nú í vikunni á verði nokkurra fóðurtegunda sem framleiddar eru í Fóðurblöndunni. Skýringin er að sögn Fóðurblöndunnar mikil verðhækkun á helstu hráefnum til fóðurgerðar.
Hækkunin verður á bilinu 6-11% á svína og hænsnafóðri en um 4-10% á kúafóðri, en það er misjafnt eftir tegundum að sögn Fóðurblöndunnar.
Hækkunin tekur gildi föstudaginn 17. september næstkomandi.