Ákvörðun í opna skjöldu

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is Árni Sæberg

Í Samfylkingunni logar allt stafna á milli og því fer víðsfjarri að einhugur ríki um að styðja þingsályktunartillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni, þeirra Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar G. Harðardóttur.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, frétti fyrst af því klukkan fjögur síðdegis á laugardag, hver niðurstaða fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni hefði orðið, þ.e. að leggja til að Alþingi gæfi út ákæru á hendur henni, Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen, en að Björgvin G. Sigurðsson yrði ekki ákærður.

Sá armur Samfylkingarinnar sem stutt hefur Ingibjörgu Sólrúnu er nánast orðlaus yfir vinnubrögðum flokksforystunnar, fulltrúum Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni og ekki síst Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, samkvæmt ýmsum samtölum frá því í gær, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert