Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent út viðvörun við enn einni útgáfu af tölvubréfum í anda svonefndra „Nígeríubréfa“.
Um er að ræða tölvubréf þar sem viðtakendur eru upplýstir um að þeir hafi unnið háar fjárhæðir í svonefndu Euro Millions Lotto. Í bréfinu kemur fram að „netfang“ viðkomandi hafi verið dregið út.
Sem dæmi um íslenska textann er þetta: „Það er mikilvægt að hafa í huga að verðlaun þínar kom út 2010/13/09 með eftirfarandi upplýsingar fylgja henni. Hér að neðan eru Aðlaðandi Upplýsingar's Tilvísun Num þitt: 33/56/21/87/45, Verðlaun Num: 76/20/11/58/28, Hópur Num: 44/40/608, Ticket Num: 23/26/48/59 / 24, Vinsamlegast athugið að gildistími sigur er 21 virkir dagar. Bilun til að mæta þörf dagsetningu færslu þinni verður öryrki."
Embætti ríkislögreglustjóra segir að um tilraun til svika sé að ræða þar sem markmiðið sé að hafa fé af viðtakendum.
Ríkislögreglustjóri varar fólk eindregið við að svara slíkum tölvubréfum eða að smella á vefslóðir í þeim.