Frumstæð vinnubrögð komu á óvart

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

„Mér kom mjög á óvart þegar ég tók við embætti for­sæt­is­ráðherra hve vinnu­brögð á mörg­um sviðum voru frum­stæð,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra í um­fjöll­un sinni á Alþingi um skýrslu þing­manna­nefnd­ar, sem fjallaði um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

„Það er í raun merki­legt hve lít­il umræða hef­ur farið fram um um­gjörð og vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar og rík­is­ráðs hér á landi, og inn­an stjórn­ar­ráðsins al­mennt. Og hve lítið við höf­um litið til þró­un­ar í ná­grann­lönd­um okk­ar í því efni. Þetta hef­ur m.a. komið fram í störf­um nefnd­ar sem ég hef falið að fara yfir um­gjörð stjórn­ar­ráðsins. Og ég á von á end­an­leg­um til­lög­um um úr­bæt­ur á næst­um mánuðum,“ sagði Jó­hanna enn­frem­ur.

Hún seg­ist geta tekið und­ir margt í skýrslu þing­manna­nefnd­ar­inn­ar um að bæta megi vinnu­brögð inn­an stjórn­sýsl­unn­ar í for­sæt­is­ráðuneyt­inu. „Það hafa reynd­ar þegar verið inn­leidd mörg úr­bóta­efni sem nefnd­in bend­ir á og önn­ur eru í góðum far­vegi,“ sagði Jó­hanna. 

Hún fagn­ar skýrslu þing­manna­nefnd­ar­inn­ar og seg­ir að vinna henn­ar marki þátta­skil í end­ur­reisn­ar­starf­inu.

„Ekki síst vegna þeirr­ar staðreynd­ar að um skýrslu henn­ar rík­ir þver­póli­tísk sátt, bæði hvað varðar grein­ingu á or­sök­um og at­b­urðarás í aðdrag­anda hruns bank­anna, og ekki síður um þær leiðir sem fara skal til að koma í veg fyr­ir að slíkt end­ur­taki sig nokk­urn­tím­ann.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka