Ísland kemur illa út úr norrænni frumkvöðlakönnun

Fánar Norðurlandanna.
Fánar Norðurlandanna. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland er í einu af neðstu sætunum í Norrænu nýsköpunarvoginni sem nýlega var gefin út af Norrænu ráðherranefndinni. Í skýrslunni er í fyrsta sinn bornar saman aðstæður norrænna frumkvöðla.

Danmörk og Finnland skipa efstu sætin, Svíþjóð er á miðjum lista og Noregur rekur lestina, að því er segir í frétt Norðurlandaráðs, en tekið er fram að yfirleitt komi Ísland vel út úr alþjóðlegum samanburði á frumkvöðlastarfsemi. 

Þar segir að Ísland sé í góðri stöðu hvað umgjörð um frumkvöðlastarfsemi varði, en lakari  þegar litið sé til þess að stofna  nýtt fyrirtæki  og koma því í góðan rekstur.

Ástæðan fyrir því að Ísland komi venjulega vel út í alþjóðlegum könnunum á frumkvöðlastarfi sé að oft byggi þær á persónulegu mati. Þetta segir Glanda Napier greiningarstjóri, sem er einn af höfundum skýrslunnar.

Norræna nýsköpunarvogin byggir hins vegar á fjölmörgum hlutlægum þáttum, eins og fjölda nýrra fyrirtækja og hvernig þau standa sig í samkeppni.

Megnið af fyrirtækjum á Norðurlöndum eru ný.  En Norðurlöndin standa sig ekki vel í samanburði við t.d. Bandaríkin , sérstaklega þegar litið er til  vaxtar fyrirtækja, hin mörgu nýju fyrirtæki ná með öðrum orðum ekki að festa sig í sessi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert