Nýr laxastigi í Selá

Laxastiginn í Selá. Myndin er af vef Veiðimálastofnunar.
Laxastiginn í Selá. Myndin er af vef Veiðimálastofnunar.

Nýr fiskvegur var opnaður um Efri-foss í Selá í Vopnafirði í ágúst.  Fyrir fjórum áratugumvar gerður laxastigi í Selárfoss, sem er um 7 km frá sjó og opnaðist við það um 21 km af nýjum búsvæðum fyrir lax.  Sú aðgerð margfaldaði stofnstærð laxins í Selá.

Fram kemur á vef Veiðimálastofnunar, að með nýja fiskveginum opnast 15-20 km ný svæði fyrir göngufisk í aðalánni og einnig langir kaflar í hliðará Selár sem heitir Selsá. 

Stofnunin segir, að ekki hafi verið könnuð uppeldisskilyrði í Selsá, en undanfarin ár hafi lax verið fluttur upp fyrir Efri-foss og hrygning verið staðfest þar í Selá sjálfri, með rannsóknum á seiðum á því svæði. Það hafi líka verið forsenda þess að opna fiskveginn að klak tækist þar og seiði brögguðust þar vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert