Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Kristján Sveinbjörnsson, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Álftaness, til að greiða Hlédísi Sveinsdóttur 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir ummæli sem hann skrifaði á umræðuvef Álftaness. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Fram kom að Kristján skrifaði ásakanir á hendur Hlédísi undir fölsku nafni. Voru ummælin einnig dæmd ómerk auk þess sem Kristjáni var gert að greiða málskostnað.