Vilja breiðari vegi

Flest­ir þeirra sem tóku þátt í skoðana­könn­un um Vega­gerðina og störf henn­ar vilja helst breikka vegi þegar þeir eru spurðir um hvað megi helst bæta á þjóðveg­un­um. Þeim hef­ur farið fækk­andi síðastliðin tvö ár en aft­ur er farið að fjölga þeim sem vilja auka við bundna slit­lagið. Þetta kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Já­kvæðni í garð Vega­gerðar­inn­ar minnk­ar lít­il­lega sam­kvæmt nýrri könn­un Capacents Gallups um þjóðvegi lands­ins sem unn­in er reglu­lega fyr­ir Vega­gerðina. Eru álíka marg­ir já­kvæðir út í Vega­gerðina nú og í ág­úst 2008. Al­mennt telja fleiri núna en fyr­ir 3 - 5 árum að þjóðveg­ir lands­ins séu góðir.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert