Vilja breiðari vegi

Flestir þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun um Vegagerðina og störf hennar vilja helst breikka vegi þegar þeir eru spurðir um hvað megi helst bæta á þjóðvegunum. Þeim hefur farið fækkandi síðastliðin tvö ár en aftur er farið að fjölga þeim sem vilja auka við bundna slitlagið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Jákvæðni í garð Vegagerðarinnar minnkar lítillega samkvæmt nýrri könnun Capacents Gallups um þjóðvegi landsins sem unnin er reglulega fyrir Vegagerðina. Eru álíka margir jákvæðir út í Vegagerðina nú og í ágúst 2008. Almennt telja fleiri núna en fyrir 3 - 5 árum að þjóðvegir landsins séu góðir.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka