Átak gegn einelti hafið

Úr leikþættinum „Þú ert það sem þú gerir á netinu“.
Úr leikþættinum „Þú ert það sem þú gerir á netinu“.

Fyrsti borgarafundurinn í eineltisátakinu Stöðvum einelti strax var haldinn í gær í Árborg og var vel sóttur. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ýtti átakinu úr vör á þessum fyrsta fundi átaksins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heimili og skóla.

Á fundinum voru framsöguerindi og pallborðsumræður að loknu hléi. Leikhópur undir stjórn Höllu Drafnar Jónsdóttur sýndi stutta leikþætti eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur sem ber nafnið „Þú ert það sem þú gerir á netinu“.

Um morguninn voru haldnir jafningjafræðslufundir þar sem Ungmennaráð SAFT hélt erindi og leikhópurinn sýndi leikrit Elítunnar fyrir grunnskólanemendur.

Fundir verða haldnir víða um land næstu vikurnar, og verður næsti fundur á Ísafirði 16. september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert