Göngin heita Bolungarvíkurgöng

Jarðgöngin milli Bolungarvíkur og Hnífsdals eru sögð heita Óshlíðargöng á …
Jarðgöngin milli Bolungarvíkur og Hnífsdals eru sögð heita Óshlíðargöng á skilti, sem sett var upp við gangamunnann í vikunni. mynd/bb.is

Jarðgöngin á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals munu heita Bolungarvíkurgöng að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Skilti sem sett hefur verið upp við göngin með nafninu Óshlíðargöng, hefr vakið þó nokkra athygli.

Verkið hét Óshlíðargöng í útboðsgögnum, væntanlega af því að upphaflega var ætlunin að göngin færu inn og út í gegnum Óshlíðina. Kristján L. Möller þáverandi samgönguráðherra gaf út á sínum tíma að göngin myndu bera nafnið Bolungarvíkurgöng. Sagði hann að það væri betur við hæfi þar sem göngin fara undir þrjú fjöll og tvo dali, hvert með sínu nafni, og Óshlíðin eigi frekar við veginn til Bolungarvíkur en ekki fjallið sjálft. Þá væri eitt af meginhlutverkum ganganna að efla byggð í Bolungarvík.

Aðspurður segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, nafngiftina ekki hafa komið inn á sitt borð en það heyri undir Vegagerðina og samgönguráðuneytið. „Göngin munu gera sig sitt gagn sama hvað sem þau heita, við erum afskaplega ánægð með að þau skuli opna,“ segir Elías.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert