Heimili kvikmyndanna

00:00
00:00

Gamli Regn­bog­inn við Hverf­is­götu hef­ur gengið í gegn­um end­ur­nýj­un lífdaga en í dag opnaði Bíó Para­dís - heim­ili kvik­mynd­anna með form­leg­um hætti. Þar verða sýnd­ar nýj­ar áhuga­verðar kvik­mynd­ir frá öll­um heims­horn­um.

Þar verða einnig haldn­ar kvik­mynda­hátíðir og fjöl­breytt­ir viðburðir sem tengj­ast kvik­mynd­um. 

Þá er unnið að því að koma á koma á reglu­leg­um skóla­sýn­ing­um í hús­inu þar sem mark­miðið er að efla þekk­ingu og mennt­un á þess­ari mik­il­vægu list­grein.

Í Bíó Para­dís er einnig að finna veit­inga­hús og versl­un með mynddiska og ann­an kvik­mynda­tengd­an varn­ing.

Heimasíða Bíó Para­dís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert