Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi Utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hyggst mæta á óformlegan fund þingflokks Samfylkingarinnar í kvöld.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn hafi boðið Ingibjörgu að koma á fundinn til að gera grein fyrir sínum málum. Hún hafi þegið boðið eftir nokkurn umhugsunarfrest.
Þórunn segir að Þingflokkurinn hafi gert Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sama tilboð en hann hafi enn ekki svarað því hvort hann hyggist ræða við þingflokkinn.
Ingibjörg Sólrún skrifaði á Facebook-síðu sína í gær, að þegar ósköpin hafi dunið yfir á laugardaginn fór hún farið að ráði skjaldbökunnar þegar hún skynjar
hættu og dregi sig inn í skelina. „Þar er gott að hugsa. En allt hefur sinn
tíma. Nú er ég komin út aftur," segir hún.