Lára talin hæf

Fólk safnaðist saman fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.
Fólk safnaðist saman fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lára V. Júlí­us­dótt­ir, sett­ur rík­is­sak­sókn­ari í máli ákæru­valds­ins gegn níu ein­stak­ling­um sem ákærðir eru m.a. fyr­ir árás á Alþingi, er tal­in hæf til að sækja málið. Þetta kom fram í úr­sk­urði Pét­urs Guðgeirs­son­ar, dóm­ara máls­ins. Kröfu um frá­vís­un máls­ins frá dómi var því synjað.

Ragn­ar Aðal­steins­son, verj­andi fjög­urra sak­born­inga, lét hafa eft­ir sér við fyr­ir­tök­una að úr­sk­urður­inn yrði að öll­um lík­ind­um kærður til Hæsta­rétt­ar.

Við fyr­ir­tök­una var einnig tek­ist á um hvenær aðalmeðferð máls­ins skuli fara fram. Dóm­ari máls­ins, Pét­ur Guðgeirs­son, lagði til að hún færi fram í lok nóv­em­ber en því mót­mælti Ragn­ar þar sem einn skjól­stæðinga hans ætti von á barni á sama tíma. Engu að síður er miðað við að aðalmeðferð fari fram mánu­dag­inn 29. nóv­em­ber, miðviku­dag­inn 1. des­em­ber og hugs­an­lega laug­ar­dag­inn 4. des­em­ber. Tók dóm­ari fram, að hægt væri að taka skýrslu af sak­born­ingn­um barns­haf­andi á öðrum tíma.

Eft­ir þing­haldið sagði Ragn­ar að einnig ætti eft­ir að taka fleiri atriði fyr­ir, þ.e. áður en hægt væri að flytja málið. Hann benti á að gögn­um hefði verið haldið frá skjól­stæðing­um sín­um og nefndi í því sam­hengi skýrslu frá lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins til rík­is­sak­sókn­ara. Aðeins hafi verið af­hent stutt bréf þar sem komið hafi fram að lög­regl­an teldi ekki nauðsyn­legt að ákæra fyr­ir brot gegn 100. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga, þ.e. árás á Alþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert