Aðalmeðferð fór fram í fjórum meintum vændiskaupamálum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Upphaflega var um ellefu mál að ræða en sjö þeirra lauk með sektargreiðslum. Í umræddum fjórum málum neituðu karlmennirnir sök.
Tvö málanna voru dómtekin í gær en aðalmeðferð var frestað í tveimur þeirra sökum þess að verið er að hafa uppi á vitnum. Dóms er því að vænta innan fjögurra vikna í tveimur málanna.
Um er að ræða vændiskaup karlmanna af vændisþjónustu Catalinu Mikue Ncogo eða konum í hennar þjónustu á síðasta ári.