Ólafur Ragnar á CNN: Ósanngjarnar kröfur vegna Icesave

CNN ræddi við Ólaf Ragnar í Peking.
CNN ræddi við Ólaf Ragnar í Peking.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir ástæðu þess að Icesave deilan sé enn óleyst þá að Hollendingar og Bretar haldi enn uppi ósanngjörnum kröfum gagnvart Íslandi. Skuldir sem hafi orðið til vegna misgjörða einkabanka eigi ekki að lenda á almennum borgurum. 

Ólafur Ragnar sagði þetta í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN.

Í viðtalinu var rætt við Ólaf um Icesave deiluna, mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið og samvinnu Íslendinga og Kínverja í jarðhitamálum.

Ólafur Ragnar segir ólíklegt að Icesave-deilan muni hafa veruleg áhrif á umsókn Íslands í Evrópusambandið. Meginsamningsatriðið í ESB viðræðunum sé að Ísland haldi yfirráðum yfir fiskimiðum sínum.

Ólafur er nú staddur í Kína. Megintilgangur ferðarinnar er að efla samstarf Íslands og Kína um endurvinnanlega orku. 

Viðtalið við Ólaf Ragnar á CNN má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka