Ólafur Ragnar á CNN: Ósanngjarnar kröfur vegna Icesave

CNN ræddi við Ólaf Ragnar í Peking.
CNN ræddi við Ólaf Ragnar í Peking.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir ástæðu þess að Ices­a­ve deil­an sé enn óleyst þá að Hol­lend­ing­ar og Bret­ar haldi enn uppi ósann­gjörn­um kröf­um gagn­vart Íslandi. Skuld­ir sem hafi orðið til vegna mis­gjörða einka­banka eigi ekki að lenda á al­menn­um borg­ur­um. 

Ólaf­ur Ragn­ar sagði þetta í viðtali við banda­rísku frétta­stöðina CNN.

Í viðtal­inu var rætt við Ólaf um Ices­a­ve deil­una, mögu­lega inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið og sam­vinnu Íslend­inga og Kín­verja í jarðhita­mál­um.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir ólík­legt að Ices­a­ve-deil­an muni hafa veru­leg áhrif á um­sókn Íslands í Evr­ópu­sam­bandið. Meg­in­samn­ings­atriðið í ESB viðræðunum sé að Ísland haldi yf­ir­ráðum yfir fiski­miðum sín­um.

Ólaf­ur er nú stadd­ur í Kína. Meg­in­til­gang­ur ferðar­inn­ar er að efla sam­starf Íslands og Kína um end­ur­vinn­an­lega orku. 

Viðtalið við Ólaf Ragn­ar á CNN má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert