Þriðja endurskoðunin að hefjast

Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi.
Franek Rozwadowski (t.h.) og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. mbl.is/Rax

Samkomulag hefur náðst um að þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði tekin fyrir í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 29. september næstkomandi. 

Íslensk stjórnvöld hafa sent sjóðnum endurnýjaða viljayfirlýsingu í samræmi við reglur sjóðsins.

Á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir, að þriðja endurskoðun efnahagsáætlunarinnar sé mikilvægur áfangi í endurreisn íslenska hagkerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka