Dómur í gengislánamáli kveðinn upp í dag

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/GSH

Hæstiréttur mun kveða upp dóm í máli um gengistryggt bílalán klukkan 16 í dag. Tekist hefur verið á um það fyrir hvaða vaxtakjör skuli miða við á gengistryggðu bílaláni sem var dæmt ólöglegt, eins og þúsundir annarra slíkra lána með nýlegum hæstaréttardómum.

Málið snýst um bílalán upp á um 3,6 milljónir sem maður tók hjá Lýsingu í árslok 2007. Lýsing krefst þess að hann greiði 1,3 milljónir en það er sú fjárhæð sem Lýsing segir að maðurinn skuldi, þegar búið er að reikna eftirstöðvar lánsins líkt og hann hefði tekið verðtryggt lán í stað þess gengistryggða. Lántakinn krefst á hinn bóginn sýknu enda hafi hann þegar greitt upp andvirði lánsins, m.a. með því að skila bílnum. 

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að miða ætti við óverðtryggða vexti Seðlabankans eftir að gengisviðmiðun var dæmd ólögleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert