Dómurinn mikil vonbrigði

00:00
00:00

Gísli Tryggva­son, umboðsmaður neyt­enda, seg­ir að dóm­ur Hæsta­rétt­ar í dag um að geng­is­tryggð lán, sem áður hafa verið dæmd ólög­leg, skuli bera óverðtryggða vexti Seðlabank­ans, séu ákveðin von­brigði og sú niðurstaða, sem hann átti síst von á. Björn Þorri Vikt­ors­son, lögmaður, tek­ur í sama streng.

„Ég er ekki sam­mála niður­stöðu rétt­ar­ins," sagði Björn Þorri. 

Gísli Tryggva­son sagðist hafa talið að Hæstirétt­ur myndi ómerkja dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur og vísa hon­um heim í hérað. „En þarna eru fimm hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar ein­huga og verði dómn­um ekki með ein­hverj­um hætti skotið til EFTA-dóm­stóls­ins þá er þetta end­an­leg­ur dóm­ur."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert