Dómurinn mikil vonbrigði

Gísli Tryggvason, umboðsmaður neytenda, segir að dómur Hæstaréttar í dag um að gengistryggð lán, sem áður hafa verið dæmd ólögleg, skuli bera óverðtryggða vexti Seðlabankans, séu ákveðin vonbrigði og sú niðurstaða, sem hann átti síst von á. Björn Þorri Viktorsson, lögmaður, tekur í sama streng.

„Ég er ekki sammála niðurstöðu réttarins," sagði Björn Þorri. 

Gísli Tryggvason sagðist hafa talið að Hæstiréttur myndi ómerkja dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísa honum heim í hérað. „En þarna eru fimm hæstaréttardómarar einhuga og verði dómnum ekki með einhverjum hætti skotið til EFTA-dómstólsins þá er þetta endanlegur dómur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert