Endurreikningi erlendra bílalána lokið í október

Íslandsbanki segist hafa, í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í dag, einsett sér að flýta vinnu varðandi uppgjör og endurútreikning erlendra bílalána, kaupleigusamninga og einkaleigusamninga. Niðurstaða þeirrar vinnu mun liggja fyrir um miðjan október næstkomandi í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið um yfirtökur eða uppgreiðslur á lánasamningum að ræða.

Bankinn segir, að endurgreiðslur við uppgjör vegna lána, sem undir dóminn falla, hafi lítil áhrif á lausafjárhlutföll bankans. Lausafjárstaðan sé sterk og lausafjárhlutföll vel yfir því sem reglur Seðlabanka gera kröfu um. Ljóst sé, að bankinn muni áfram uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall.

Viðskiptaráðherra hefur boðað löggjöf þar sem tekið verður á lögmæti erlendra húsnæðislána. Íslandsbanki segir, að á meðan  beðið sé boðaðrar löggjafar séu viðskiptavinir  með erlend húsnæðislán hvattir til að nýta sér þau tímabundnu úrræði sem bankinn bjóði. Bendir bankinn sérstaklega á þann möguleika að greiða 5000 krónur af hverri milljón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert