Endurreikningi erlendra bílalána lokið í október

Íslands­banki seg­ist hafa, í ljósi niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í dag, ein­sett sér að flýta vinnu varðandi upp­gjör og end­urút­reikn­ing er­lendra bíla­lána, kaup­leigu­samn­inga og einka­leigu­samn­inga. Niðurstaða þeirr­ar vinnu mun liggja fyr­ir um miðjan októ­ber næst­kom­andi í þeim til­vik­um þar sem ekki hef­ur verið um yf­ir­tök­ur eða upp­greiðslur á lána­samn­ing­um að ræða.

Bank­inn seg­ir, að end­ur­greiðslur við upp­gjör vegna lána, sem und­ir dóm­inn falla, hafi lít­il áhrif á lausa­fjár­hlut­föll bank­ans. Lausa­fjárstaðan sé sterk og lausa­fjár­hlut­föll vel yfir því sem regl­ur Seðlabanka gera kröfu um. Ljóst sé, að bank­inn muni áfram upp­fylla kröf­ur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um 16% eig­in­fjár­hlut­fall.

Viðskiptaráðherra hef­ur boðað lög­gjöf þar sem tekið verður á lög­mæti er­lendra hús­næðislána. Íslands­banki seg­ir, að á meðan  beðið sé boðaðrar lög­gjaf­ar séu viðskipta­vin­ir  með er­lend hús­næðislán hvatt­ir til að nýta sér þau tíma­bundnu úrræði sem bank­inn bjóði. Bend­ir bank­inn sér­stak­lega á þann mögu­leika að greiða 5000 krón­ur af hverri millj­ón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert