Engin svör frá ráðuneyti

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Þorkell

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is hafi ekki enn borist viðbrögð frá sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­inu við lög­fræðiáliti, þar sem kom­ist er að þeirri niður­stöðu að ákvörðun ráðherra um að gefa veiðar á út­hafs­rækju frjáls­ar, stang­ist á við lög.

Jón seg­ir, að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd hafi í byrj­un sept­em­ber átt fund með full­trú­um ráðuneyt­is­ins þar sem meðal ann­ars var lagt fram  lög­fræðiálit frá Karli Ax­els­syni hjá Lex lög­mönn­um, þar sem kom­ist er að þeirri niður­stöðu, að ákvörðun ráðherra stang­ist á við gild­andi lög.

Seg­ir Jón að full­trú­ar ráðuneyt­is­ins hafi borið því við að þeir hefðu ekki getað kynnt sér álitið sem skyldi og væru því ekki til­bún­ir að tjá sig um það. Hafi þeir boðað, að niðurstaða myndi liggja fyr­ir þriðju­dag­inn 7. sept­em­ber.

„Okk­ur full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins í nefnd­inni hafa ekki, þrátt fyr­ir ít­rekaðar fyr­ir­spurn­ir,  borist nein svör frá ráðuneyt­inu eða skýr­ing­ar á viðbrögðum þeirra vegna áður­nefnds lög­fræðiálits. Ég fer því fram á að strax verði boðað til fund­ar í Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is og að full­trú­ar ráðuneyt­is­ins verði boðaðir á fund­inn til að gera grein fyr­ir viðbrögðum ráðuneyt­is­ins í þessu máli," seg­ir Jón í bréfi til for­manns nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert