Engin svör frá ráðuneyti

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Þorkell

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hafi ekki enn borist viðbrögð frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu við lögfræðiáliti, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ráðherra um að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar, stangist á við lög.

Jón segir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hafi í byrjun september átt fund með fulltrúum ráðuneytisins þar sem meðal annars var lagt fram  lögfræðiálit frá Karli Axelssyni hjá Lex lögmönnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu, að ákvörðun ráðherra stangist á við gildandi lög.

Segir Jón að fulltrúar ráðuneytisins hafi borið því við að þeir hefðu ekki getað kynnt sér álitið sem skyldi og væru því ekki tilbúnir að tjá sig um það. Hafi þeir boðað, að niðurstaða myndi liggja fyrir þriðjudaginn 7. september.

„Okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni hafa ekki, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir,  borist nein svör frá ráðuneytinu eða skýringar á viðbrögðum þeirra vegna áðurnefnds lögfræðiálits. Ég fer því fram á að strax verði boðað til fundar í Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis og að fulltrúar ráðuneytisins verði boðaðir á fundinn til að gera grein fyrir viðbrögðum ráðuneytisins í þessu máli," segir Jón í bréfi til formanns nefndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka