Erfiður vetur framundan hjá mörgum

Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. mbl.is/Ernir

Röð var tekin að myndast fimm klukkustundum áður en Fjölskylduhjálpin opnaði dyr sínar í gær. Að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdastjóra leituðu um 430 manns aðstoðar í þetta skiptið og var samsetning hópsins fjölbreytt.

Fjöldi þeirra sem þurfa á aðstoð að halda jókst mikið á síðari hluta árs 2008 og hefur heldur haldið áfram að aukast síðan. Álagið hefur verið mikið undanfarið, en í upphafi skólaárs eykst jafnan þörfin fyrir aðstoð. Hún segist svartsýn á veturinn, hann verði mörgum erfiður.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir það hafa færst í vöxt að stórar fjölskyldur leiti ásjár hjá nefndinni því endar nái ekki saman. Þá sé ekki endilega um atvinnulaust fólk að ræða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert