Feginn að það er kominn dómur

„Ég er feginn að það er kominn dómur og hann féll á þá leið sem ég taldi allan tímann líklegast frá byrjun þessa máls," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um dóm Hæstaréttar í gengislánamálinu.

„Það er afar mikilvægt að eyða óvissu að þessu leyti. Þá getum við haldið áfram að vinna úr málunum," segir hann.

„Það varð að fá botn í þetta mál. Það var mjög mikilvægt, segir Steingrímur ennfremur. „Þetta er sú niðurstaða sem ég bjóst við, já ég tel að hún hafi verið mjög vel ígrunduð og eðlileg," segir hann spurður um hvort niðurstaðan hafi verið góð.

Þá segir Steingrímur að dómur Hæstaréttar muni hafa minni áhrif á hagkerfið heldur en önnur niðurstaða, ef Hæstiréttur hefði snúið dómi héraðsdóms við. Þá hefði það orðið að miklu stærra og snúnara máli.

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert