Forsendur til að taka kröftuglega á skuldamálum

Lands­bank­inn seg­ir, að með dómi Hæsta­rétt­ar og viðbrögðum efna­hags- og viðskiptaráðherra við hon­um séu stig­in stór skref til að eyða þeirri óvissu sem uppi hafi verið. Nú séu all­ar for­send­ur til að taka kröft­ug­lega á skulda­mál­um bæði fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og muni bank­inn leggja sitt af mörk­um í þá veru.

Lands­bank­inn hef­ur þegar sett á stofn ráðgjafa­set­ur fyr­ir skuld­sett heim­ili og auk­in þjón­usta fyr­ir  þau verður kynnt á næst­unni.  Þá stend­ur til að setja á stofn sér­stakt svið inn­an Lands­bank­ans sem mun ein­göngu sinna mál­um er lúta að end­ur­skipu­lagn­ingu skulda fyr­ir­tækja. Lands­bank­inn mun einnig á næstu dög­um kynna breyt­ing­ar á eldri úrræðum fyr­ir skuld­sett fyr­ir­tæki sem munu ein­falda og hraða allri meðferð þeirra mála. 

Lands­bank­inn hef­ur ákveðið að all­ir ein­stak­ling­ar  í hópi viðskipta­vina bank­ans sem eru með er­lend fast­eignalán geti óskað eft­ir end­urút­reikn­ingi þeirra. Þetta verður þó ekki í boði fyrr en end­urút­reikn­ingi geng­is­tryggðra lána er lokið.

End­urút­reikn­ing­ur lána mun taka tölu­verðan tíma og ekki er ljóst hvenær hon­um lýk­ur, að sögn bank­ans, þótt hon­um verði hraðað.  Á meðan býðst viðskipta­vin­um að greiða 5000 krón­ur af hverri millj­ón upp­runa­legs höfuðstóls fast­eignalána. Þá geta þeir greitt af lán­un­um miðað við skil­mála þeirra kjósi þeir það frek­ar.

Lands­bank­inn mun reikna lán­in miðað við verðtryggða og óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands. Viðskipta­vin­ir geta svo valið þá leið sem þeim er hag­felld­ari. Kjósi þeir að bera end­urút­reikn­ing bank­ans und­ir þriðja aðila er það að sjálf­sögðu heim­ilt. 

Þegar end­ur­reikn­ingi er lokið mun Lands­bank­inn bjóða viðskipta­vin­um nýj­an samn­ing um eft­ir­stöðvar  láns þeirra. Kjósi  viðskipta­vin­ir að hafa lán sín í er­lendri mynt verður þeim það heim­ilt.

Bank­inn seg­ir, að dóm­ur Hæsta­rétt­ar nú leiði ekki til þess að hlut­haf­ar bank­ans þurfi að leggja Lands­bank­an­um til nýtt eigið fé enda séu áhrif af þess­um dómi óveru­leg.  Á hinn bóg­inn hafi  dóm­ar Hæsta­rétt­ar í þess­um mál­um nokk­ur áhrif á SP- Fjár­mögn­un hf., dótt­ur­fé­lag bank­ans. Lands­bank­inn muni hins veg­ar styðja SP- Fjár­mögn­un hf. þannig að staða viðskipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins verði trygg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert