Fundað með Ingibjörgu Sólrúnu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur til fundar við þingmenn Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur til fundar við þingmenn Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

Fundur þingflokks Samfylkingarinnar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni flokksins, er hafinn í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg. Ingibjörg Sólrún vildi ekkert tjá sig við fulltrúa fjölmiðla þegar hún kom til fundar.

Fram hefur komið að ræða á þingsályktunartillögu tveggja þingmanna Samfylkingarinnar í þingmannanefnd um málshöfðun gegn þremur fyrrverandi ráðherrum, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, afþakkaði boð um að mæta á fund þingmanna vegna málsins en þingmenn flokksins í nefndinni gera tillögu um að hann verði ekki kærður. Hins vegar er gert ráð fyrir málshöfðun á hendur honum í tillögu meirihluta þingmannanefndarinnar, eins og gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Um helmingur þingmanna flokksins mætti á fundinn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði við mbl.is í dag, að um óformlegan fund væri að ræða en Ingibjörgu sé með honum gefinn kostur á að útskýra sín sjónarmið í ljósi skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni um bankahrunið.

Mælt verður fyrir þingsályktunartillögunum tveimur  um að ákæra beri ráðherrana fyrrverandi, á Alþingi á morgun og hefst þingfundur klukkan 10:30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert