Gengisbundin lán um 1000 milljarðar

Virði er­lendra geng­is­bund­inna lána al­menn­ings og fyr­ir­tækja er talið vera rúm­ir 1000 millj­arðar króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­inu. Þar af nema lán til ein­stak­linga tæp­um 140 millj­örðum.

Er­lend geng­is­bund­in lán ein­stak­linga nema um 78 millj­örðum króna vegna hús­næðislána, en rúm­um 61 millj­arði króna vegna bíla­lána. Lán fyr­ir­tækja nema hins veg­ar um 841 millj­arði króna, þar af um 256 millj­arðar til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Efna­hags- og viðskiptaráðherra boðaði í dag, að lagt yrði fram frum­varp á Alþingi um að niðurstaða Hæsta­rétt­ar í dag um geng­is­trygg­ingu lána nái til allra lána vegna bíla- og hús­næðis­kaupa ein­stak­linga, sem tengd eru gengi er­lendra gjald­miðla.

Það fer eft­ir teg­und láns­ins hve mikið greiðslu­byrði og höfuðstóll láns lækka. Ráðuneytið seg­ir, að sam­kvæmt út­reikn­ing­um sér­fræðinga Seðlabanka  Íslands  muni eft­ir­stöðvar þess­ara lána lækka veru­lega við breyt­ing­una, t.d. um 25% til 47% fyr­ir 25 ára lán.

Eft­ir­stöðvar og höfuðstóll lækka

Efna­hags- og viðskiptaráðuneytið nefn­ir tvö dæmi um breyt­ing­ar á lán­um sem laga­frum­varpið  muni hafa í för með sér.

Dæmi A

Ása og Signý tóku báðar 20 millj­ón króna hús­næðislán, hvor hjá sín­um banka í júlí 2005. Ása fékk geng­is­bundið lán hjá banka A, en Signý fékk geng­is­bundið lán hjá banka B. Fimm árum seinna hef­ur lán Ásu verið dæmt ólög­legt og vext­ir sem Seðlabank­inn aug­lýs­ir gilda. Líta þá eft­ir­stöðvar lán­anna svona út:

  • Ása skuld­ar 19.332.600 kr. af ólög­lega geng­is­bundna lán­inu í banka A.
  • Signý skuld­ar 37.928.041 kr. af láni sínu í banka B, sem stend­ur enn sem lög­legt vegna annarr­ar skjala­gerðar en lán Ásu.

Ef eitt verður látið ganga yfir all­ar mis­mun­andi gerðir geng­is­bund­inna lána til ein­stak­linga, ættu Ása og Signý báðar eft­ir að greiða 19.332.600 kr. af lán­um sín­um.

Dæmi B

Nonni og Manni tóku báðir 4 millj­ón króna bíla­lán, hvor hjá sín­um banka í janú­ar 2006. Nonni fékk geng­is­bundið lán hjá banka A, en Manni fékk geng­is­bundið lán hjá banka B. Fjór­um og hálfu ári síðar hef­ur lán Nonna verið dæmt ólög­legt og vext­ir sem Seðlabank­inn aug­lýs­ir gilda. Líta þá eft­ir­stöðvar lán­anna svona út:

  • Nonni skuld­ar 1.413.822 kr. af ólög­lega geng­is­bundna lán­inu í banka A.
  • Manni skuld­ar 2.715.080 kr. af láni sínu í banka B, sem stend­ur enn sem lög­legt vegna annarr­ar skjala­gerðar en lán Nonna.

Ef eitt verður látið ganga yfir all­ar mis­mun­andi gerðir geng­is­bund­inna lána til ein­stak­linga, ættu Nonni og Manni báðir eft­ir að greiða 1.413.822 kr. af lán­um sín­um.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert