Hindrunum verið rutt úr vegi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl/Sigurður Bogi

„Það er fagnaðarefni að óviss­unni skuli vera lokið enda þótt niðurstaða Hæsta­rétt­ar sé auðvitað ekki í sam­ræmi við það sem marg­ir höfðu vænt­ing­ar um,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son for­seti Alþýðusam­bands Íslands.

„Orð Hæsta­rétt­ar eru af­drátt­ar­laus­ari og skýr­ari afstaða en í þeim dómi, sem féll í héraði. Það er sömu­leiðis ljóst, að hefðu samn­inga­vext­ir átt að gilda hefði það orðið skatt­greiðend­um mjög dýrt enda hefði niðurstaðan komið mjög við fjár­mála­fyr­ir­tæk­in,“ seg­ir Gylfi sem fagn­ar þeirri yf­ir­lýs­ingu sem efna­hags- og viðskiptaráðherra kom með eft­ir dóm­inn að setja eigi lög sem tryggja eigi jafn­ræði milli ein­stak­linga óháð lána­samn­ing­um.

Alþýðusam­bandið hafi á síðustu miss­er­um talað fyr­ir bættri rétt­ar­stöðu skuld­ara vegna niður­færslu lána en margt, svo sem óvissa um lög­mæti geng­is­tryggðra lána og vaxta­kjör þeirra, hafi þar tafið fyr­ir nauðsyn­leg­um aðgerðum.

„Mál­in hafa verið á miklu flækj­u­stigi en með niður­stöðu Hæsta­rétt­ar er ákveðnum hindr­un­um til end­ur­reisn­ar rutt úr vegi,“ seg­ir for­seti ASÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert