Höfða verður nýtt mál

Marínó G. Njálsson.
Marínó G. Njálsson.

„For­send­ur Hæsta­rétt­ar eru aðrar en Héraðsdóms Reykja­vík­ur og taka ekk­ert á for­sendu­bresti lán­taka. Því er ljóst að höfða verður nýtt mál ef fá á úr því skorið hvort lán­taki hafi orðið fyr­ir for­sendu­bresti,“ seg­ir Marinó G. Njáls­son stjórn­ar­maður í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna um dóm Hæsta­rétt­arþ

Marinó seg­ir að kjarn­inn í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar sé sá að vaxta­ákvæði geng­is­tryggðra samn­inga sé svo tengt geng­is­trygg­ing­unni að ekki sé hægt annað en að dæma það ógilt.

„Niðurstaðan leiðir aft­ur til þess að greiðslur sem lán­tak­ar inntu af hendi fram að hruni og í sam­ræmi við út­senda greiðslu­seðla hækkuðu mjög mikið og í ein­hverj­um til­fell­um meira en tvö­faldaldaðist greiðslu­byrðin. Lán­taki mun því hafa mjög góð rök fyr­ir því að höfða mál þar sem látið er reyna á for­sendu­brest láns­ins," seg­ir Marinó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert